Ráðstefnan Tímabil Sköpunarinnar sem haldin er í Digraneskirkju á vegum Alkirkjuráðsins, World Council of Churches, var sett í gær.
Setning ráðstefnunnar var í beinni útsendingu á Facebook síðu kirkjunnar, en hér má sjá upptöku frá viðburðinum. Á 11.mínútu má sjá þegar Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir setur ráðstefnuna.
Erindi dagsins verða síðan í eftirfarandi röð
- Erkibiskup Svíþjóðar, Dr. Anders Wejryd, forseti Evrópudeildar Alkirkjuráðsins
- Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Guðfræðideild H.Í.
- Peter Noteboom, aðalritari, Réttlæti og Friður, Kirkjuráð Kanada
- Dr. Halldór Björnsson, rannsóknarstjóri loftslags og hlýnunnar, Veðurstofan
- Risten Turi Aleksandersen, aðalritari Sami kirkjuráðsins, Noregi.
Um kl. 10:30, verða síðan pallborðsumræður þar sem hlutverk og ábyrgð trúfélaga til að mæta áskorunum um hnattræna hlýnun, trú, von, kærleika og aðgerðir.
Nánar um dagsskrá og þátttakendur í pallborðsumræðunum má finna hér