Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Ályktun samþykkt á aðalfundi Félags prestvígðra kvenna

$
0
0

Aðalfundur Félags prestvígðra kvenna sem fram fór í Neskirkju 24. apríl 2017 lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu kvenna innan Þjóðkirkjunnar. 

Þegar litið er á kynjahlutfall í embættum og ábyrgðarstöðum innan kirkjunnar kemur alvarlegur kynjahalli í ljós. Í janúar 2017 var á landinu öllu 84 sóknarprestsembætti. Þar af eru prestsvígðar konur aðeins í 25 embættum, eða um 30%. Svipað gildir ef tekin er staða presta í öllum prestsembættum á landinu, þar reynast konur vera í 53 af 146 embættum eða um 36%.

Þrátt fyrir aukningu kvenna í guðfræðinámi sýna hlutföll og tölur glöggt að jafnrétti er ekki náð og kynjahlutfall í guðfræðinámi ekki endurspegla val og veitingu prestsembættanna.

Þjóðkirkjan hefur sett sér jafnréttisstefnu byggða á jafnréttislögum og brýnt er að ávallt sé farið eftir henni þegar valið er í embætti prests. Undantekningalaust skal taka mið af kynjahlutfalli innan kirkjunnar; innan sóknarinnar, í prófastsdæminu og á samstarfssvæðinu.

Þjóðkirkjunni ber að axla ábyrgð og sýna fordæmi í jafnréttismálum. Félag prestvígðra kvenna minnir á jafnréttislög og jafnréttisstefnu Þjóðkirkjunnar og hvetur sóknarnefndir, kjörnefndir og kirkjufólk til að taka mið af þeim þegar valið er til ábyrgðarstarfa og embætta innan Þjóðkirkjunnar.

Það eflir og auðgar kirkju og kristni í landinu að hafa prestvígt fólk af báðum kynjum. Það er hagur kirkjunnar að hlutföll karla og kvenna í störfum og ábyrgðarstöðum séu jöfn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638