Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Námskeið í Breiðholtskirkju í maí

$
0
0

Í byrjun maí bjóða Breiðholtskirkja og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra upp á tvö spennandi námskeið sem haldin verða í Breiðholtskirkju.

Hið fyrra ber heitið „Allt sem þú vildir vita um Biblíuna, en vissir ekki hvern þú ættir að spyrja um“. Það er haldið 2. og 9. maí og er leiðbeinandi sr. Þórhallur Heimisson. Á námskeiðinu verður pælt í  heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni auk Gyðinga, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði Gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar – og spurt um sannleiksgildi þessarar þekktustu bókar sögunnar.

Síðara námskeiðið kallast „Lúter og árið þegar heimurinn hrundi“.  Það verður haldið 4. og 11. maí. Fyrra kvöldið er í umsjá dr. dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Kallast erindi hans „Raunsæ lífshamingja“ – Túlkun  Marteins Lúthers á Prédikaranum.  Þar mun Sigurjón Árni leiða viðstadda í gegnum kenningu Lúters í ljósi Predikarans og spegla hann í samtíma okkar. Síðara kvöldið er í umsjón sr. Þórhalls Heimissonar og kallast erindi hans: „Hrunaárið 1527 og ábyrgð Lúters“. Mun hann skoða viðbrögð Lúters við uppreisn bænda gegn kúgun aðalsins og fjöldamorðin sem fylgdu í kjölfarið, umsátur Þjóðverja um Róm og eyðingu borgarinnar í kjölfarið og innrás Tyrkja í Evrópu, en allt gerðist þetta árin 1524- 1527.

Bæði námskeiðin hefjast kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638