Sunnudaginn 26. mars nk. mun Árbæjarsöfnuður halda upp á 30 ára vígsluafmæli Árbæjarkirkju, með hátíðarguðsþjónustu. Að henni lokinni munu biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir og fyrrum sóknarprestur og prófastur séra Guðmundur Þorsteinsson taka fyrstu skóflustungu að Safnaðar- og Menningarheimili Árbæjarkirkju.
Séra Þór Hauksson sóknarprestur ritar pistil á tru.is í tilefni tímamótanna, pistilinn má nálgast hér.