Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Global Outreach Day

$
0
0


Segjum frá trú okkar síðasta laugardag í maí

Rannsóknir sýna að mikill meirihluti kristins fólks deilir aldrei fagnaðarerindinu með öðrum. Ef til vill er það vegna þess að fólk skortir kjark til að vitna um trú sína eða finnst að það sé hlutverk presta og trúboða eingöngu. Fyrir nokkrum árum fór af stað hreyfing í Þýskalandi sem hefur haft áhrif um allan heim: Að hvetja kristið fólk til að segja frá trú sinni síðasta laugardag í maí, sem að þessu sinni er 27. maí. Hugsjónin er samkirkjuleg og krefst hvorki fjármuna né flókins skipulags. Allt sem þarf er að kveikja þessa hugsun hjá safnaðarfólkinu, að hver og ein kristin manneskja geti verið boðberi trúarinnar í sínu umhverfi. Á heimasíðu hreyfingarinnar, www.globaloutreachday.com, má finna ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að hefja samtal um trú við nágranna eða vini, með því að bjóða fram hagnýta aðstoð eða standa fyrir listrænum viðburðum sem kveikju að samræðu. Á fundi sem haldinn var í Fíladelfíu nýlega kynnti Werner Nachtigal hugsjón sína og kom meðal annars fram að séríslenska fyrirbærið heitir pottar gætu verið góður staður til að hefja samtal um trú þennan síðasta laugardag í maí. Allt sem þarf er örlítil hvatning, að vinna bug á feimni sinni og minnast áherslu Marteins Lúthers á almennan prestsdóm, að allt kristið fólk er kallað til að lifa trú sína í orði og verki og fyrirbæn fyrir náunganum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638