Sunnudaginn 25. september kl. 14:00 fer fram djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni.
Helga Björk Jónsdóttir vígist djáknavígslu til Vídalínskirkju í Kjalarnesprófstsdæmi, Ólafur Jón Magnússon vígist til prestsþjónustu hjá kristilegu skólahreyfingunni og Viðar Stefánsson til prestsþjónustu í Vestmannaeyjum í Suðurprófastsdæmi.
Vígsluvottar eru sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Margrét Gunnarsdóttir djákni, sr. Guðmundur Örn Jónsson, sr. Ragnar Gunnarsson, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Sigurður Jónsson sem lýsir vígslu. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir annast vígslurnar.