Biskup Íslands hefur skipað séra Guðmund Örn Jónsson, sóknarprest í Vestmannaeyjum, til fimm ára frá 1. júlí sl. og séra Gunnar Stíg Reynisson, sóknarprest á Höfn í Hornafirði til fimm ára frá 1. nóvember nk.
Séra Guðmundur Örn hafði þjónað sem prestur í Vestmannaeyjum frá árinu 2006 og séra Gunnar Stígur hefur þjónað sem prestur á Höfn frá árinu 2012.
Allar sóknarnefndir viðkomandi prestakalla höfðu lýst yfir vilja sínum þess efnis að séra Guðmundur Örn og séra Gunnar Stígur yrðu skipaðir í embætti sóknarpresta.
Nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta undirstrika þá lagaheimild biskups, að mega flytja presta til í embætti, án auglýsingar, en ákvæðið hljóðar svo: Biskupi er heimilt að flytja presta úr einu embætti í annað með samþykki viðkomandi sóknarnefnda eða héraðsnefnda ef við á.
Starfsreglurnar í heild má nálgast hér: http://kirkjuthing.is/log-og-reglur/starfsreglur/starfsreglur-um-val-og-veitingu-prestsembaetta-nr-1442016/