Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Heimsókn frá Wittenberg

$
0
0

sr. Guðni Þór Ólafsson og Guðrúna Lára á Melstað ásamt hópnum frá Wittenberg. Sr. Kleinert annar frá hægri.

„Kirkjurnar og safnaðarheimilin eru falleg, og kirkjusókn er meiri en hjá okkur,“ sögðu þýsku kirkjugestirnir, sem voru í messunni á Prestbakka í Hrútafirði í byrjun mánaðarins. Þau koma alla leiðina frá Wittenberg í Þýskalandi. Wittenberg er ekki ýkja stór bær, um 50 þúsund íbúar búa þar, en þetta er einn helsti sögustaður lútherskrar kirkju, því þar lifði og starfaði Marteinn Lúther. Á næsta ári verða þar mikil hátíðahöld, því að þá verða liðin 500 ár frá því að Lúther hengdi upp sínar 95 mótmælagreinar gegn páfanum á hallarkirkjuna í Wittenberg. Um það allt má lesa í sögubókum. Vegna afmælisársins er búist við að mikill fjöldi fólks heimsæki Wittenberg, til dæmis er reiknað með að 300 þúsund manns á þýska kirkjudaginn í lok maí. Siðbótin er ekki bara sögulegur atburður, Lúther lagði áherslu á að siðbótin ætti að vera stöðugt verkefni kirkjunnar, og það hefur lúthersk kirkja leitast við að vera, sístæð siðbót. 

Það var ánægjulegt að taka á móti hópi frá Wittenberg þegar þau heimsóttu Melstað í Miðfirði nýverið sagði sr. Guðni Þór Ólafsson prestur á Melstað. Hópurinn hafði miðstöð í safnaðarheimilinu á Melstað og sótti fjölskylduguðsþjónustu á Prestbakka, þar sem þau tóku virkan þátt í messunni. Ekki spillti fyrir að eftir messu var kirkjukaffi fram reitt í gamla prestsetrinu, og sáu konur í sókninni um það. Þýskumælandi kirkjugestir gátu rætt við ferðalangana, og staðurinn heillaði þá svo að sumir spurðu hvort þau mættu ekki setjast þarna að. Þau skyldu fúslega sjá um að opna kirkjuna á morgnana og þrífa hana og fleira, ef þess yrði krafist. Í framhaldi af messu og kirkjukaffi heimsóttu hópurinn búið á Brekkulæk í Miðfirði, skoðuðu Grettisslóðir og fleira. Íslensk náttúra var stöðugt undrunarefni í síbreytileik sínum og fjölbreytni.

„Það er erfitt að halda kirkjunum okkar við í Þýskalandi, þær eru stórar og gamlar og það fækkar fólkinu í söfnuðunum, ekki bara í fyrrum Austur-Þýskalandi, og kirkjusókn er dræm. En samt er kirkjustarfið talsvert fjölbreytt og líflegt. Að vísu er enginn kirkjukór eins og hér, en margir smáhópar og klúbbar hittast til að fræðast, skipuleggja og spjalla um sameiginleg verkefni. Og svo kom presturinn með þessa hugmynd að fara til Íslands, og við vorum ekki lengi að skrá okkur!“ Um þetta var hópurinn sammála.

Að lokinni skoðunarferð um Akureyri og Goðafoss, að ógleymdri hvalaskoðunarferð, sem virðist ómissandi fyrir alla ferðalanga, hélt hópurinn suður á bóginn, þar sem þau ætluðu að hitta sóknarfólk úr Seltjarnarnesskirkju og vera þar við messu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638