Nýjasta hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar er komið út. Það inniheldur greinar og fyrirlestra um samskipti og samskiptavanda trúaðra og trúlausra, samslátt hins andlega og veraldlega á 16. öld, guðspjöllin sem boð um lítúrgíska endurskoðun, stöðu þjóðkirkjunnar við þúsaldamót og hugmyndafræðileg líkindi á milli Páls postula og stóumannsins Seneca. Fjölbreytnin er lýsandi fyrir fjölbreytt viðfangsefni guðfræðinnar. Ritröðin kemur út á netinu og er aðgangur opinn öllum.
Hefið má finna á heimasíðu Ritraðar Guðfræðistofnunar