Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 21. maí nk. kl. 11 mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja tvo guðfræðinga til þjónustu.
Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Mag. theol. Kristján Arason, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi.
Vígsluvottar verða sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsir vígslu.