Biskup Íslands hefur skipað séra Fritz Má Jörgensson í embætti prests í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Þrír umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. október. Umsóknarfrestur rann út 9. ágúst sl.
Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins.