Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í 31. sinn, laugardaginn 2. september n.k. í Safnaðarheimili Hjallakirkju í Kópavogi.
Biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttir, setur stefnuna. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytur erindið „Lúther og leikmaðurinn“ og sr. Jón Helgi Þórarinsson segir frá undirbúningi að útgáfu nýrrar sálmabókar. Sr. Sigfús Kristjánsson kynnir starfsemina sem fram fer í Hjallakirkju.
Eftir hádegishlé mun Stoppleikhópurinn m.a. kynna leikritið „Um manninn Lúther“ og Einar Karl Haraldsson flytja erindið „Sóknargjöldin og staða sóknanna“
Á Leikmannastefnu eiga setu fulltrúar safnaðarfólks í hverju prófastsdæmi landsins, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á Leikmannastefnu biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi og í kirkjuráði auk fulltrúa samtaka og félaga sem starfa á landsvísu innan þjóðkirkjunnar.
Dagskráin í heild sinni er eftirfarandi:
Laugardagur 2. september 2017
09.30 Setning
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir
10.00 Kosning fundarstjóra og skipun ritara
Skýrsla leikmannaráðs og reikningar
Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson
Umræður
10.30 Lúther og leikmaðurinn
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Umræður
11.15 Nýja sálmabókin, Sálmabókarnefnd
Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju
11.45 Hjallakirkja
Sr. Sigfús Kristjánsson sóknarprestur í Hjallakirkju
12.00 Hádegisverður
13.00 Stoppleikhópurinn með kynningu á leikritinu „um manninn Lúther“
13.30 „Sóknargöldin og staða sóknanna:
Einar Karl Haraldsson Kirkjuþingsmaður
14.45 Kaffihlé
15.00 Kosningar
15.30 Ályktanir og önnur mál
16.00 Móttaka í Biskupsgarði
17.30 Slit Leikmannastefnu