Í tilefni alþjóðadags Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu fátæktar þann 17. október blæs Pepp Ísland (e. People experiencing Poverty), tengslanet fólks sem hefur að markmiði að vinna bug á fátækt og félagslegri einangrun, til tveggja viðburða í næstu viku.
Mánudaginn 17. október klukkan 14:00 fer hópurinn í heimsókn á Bessastaði og afhentir forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessyni, eina af þeim myndum sem nokkur 8 ára gömul börn teiknuðu til að útskýra fátækt.
Í samstarfi við Velferðarvaktina, efnir Pepp Ísland svo til morgunverðarfundar um mataraðstoð á Íslandi á Grand hótel, Sigtúni 38, föstudaginn 21. október klukkan 8:30 – 11:30.
Á fundinum verður leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvert er umfang mataraðstoðar á Íslandi?
- Hver er reynsla fólks af mataraðstoð?
- Hvernig er þróun þessara mála í Evrópu?
- Er leið út úr mataraðstoð?
- Eru möguleikar á fjölbreyttari þjónustu samhliða mataraðstoð?
Skráning og nánar um fundinn er hér.
Nánari upplýsingar:
Pepp Ísland:
Hildur Oddsdóttir sími 892 2746,
Guðrún Bentssen sími 899 4667
Ásta Dís Guðmundsdóttir sími 868 6086
Laufey Ólafsdóttir sími 696 6957
Hjálparstarf kirkjunnar:
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, vilborg@help.is; sími 528 4403/823 2321
Kristín Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi, kristin@help.is; sími 5285506/6155563