Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Prédikunarseminar í Skálholti

$
0
0

Prédikunarseminar verður haldið í Skálholti 25.-26. október 2016. Að þessu sinni verður seminarið haldið á vegum Skálholtsskóla en með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Fyrirlesari verður dr. Wilfried Engemann, prófessor við guðfræðideild Vínarháskóla. Umsjón með námskeiðinu hefur dr. theol. Gunnar Kristjánsson prófastur emeritus.

Prédikað með siðbótarafmælið í augsýn
Að vanda flytja prestar prédikanir sem síðan verða greindar og ræddar í hópnum. Í þetta sinn verður prédikað út frá völdum þemum sem vísa til siðbótarinnar. Í viðbrögðum og umræðum verður stuðst við greiningarskema sem notað hefur verið með góðum árangri á fyrri seminörum.

Skráning og upplýsingar
Prédikunarseminarið fer fram dagana 25.-26. október. Skráning fer fram í Skálholtsskóla í síma 486 8870 eða á www.skalholt.is. Kostnaður við gistingu og máltíðir er 25.000 kr.
Prestar geta sótt um styrk úr Vísindasjóði PÍ, einnig er prestum vísað á héraðssjóði. Nánari upplýsingar gefa umsjónarmaður og sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi.

Erindin

Erindin þrjú um prédikun og prédikunarfræði verða öll flutt á þriðjudeginum:

Kl. 10:00:  Wilfried Engemann: Áhrifavald Biblíunnar sem samskiptahugtak og túlkunarfræðileg forsenda. Fjallað um Ritninguna í guðsþjónustu og helgihaldi.

Kl. 14:00:  Wilfried Engemann: Mennskan sem boðunarmarkmið. Trúariðkun á mannfræðilegum forsendum.

Kl. 16:00:  Gunnar Kristjánsson: Í anda siðbótarinnar, prédikun þjóðkirkjuprestsins í afþreyingarsamfélagi.

Fyrir hádegi á miðvikudag verður vinnustofa í prédikunargerð, prédikunartexti lagður fyrir þar sem aðferðarfræði Engemanns er lögð til grundvallar.

Prédikunarseminarinu lýkur með hádegisverði kl. 12. Sjá nánar hér


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638