Landsmót ÆSKÞ fer fram á Selfossi dagana 20.-22. október n.k. Í ár einkennist dagskráin sérstaklega að því að horft verður til sköpunarverksins og mikilvægi þess að varðveita og viðhalda sköpun Guðs. Átak verður gert til að útrýma notkun á plasti og Hjálparstarf kirkjunnar mun einnig njóta góðs að framlagi þátttakenda, eins og undanfarin ár.
Yfirskrift mótsins í ár er: (Ó)nýtt landsmót sem minnir okkur á það að hver hlutur og hugmynd er auðlind. Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars. Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og á sama tíma sýna virðingu.
Nánari upplýsingar um landsmótið má finna á vef ÆSKÞ: http://www.aeskth.is/ og http://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2017/09/a%C3%B0-fara-%C3%A1-landsm%C3%B3t-2017.pdf