Mánudaginn 8. maí var haldinn seinni hluti Biblíunámskeiðs Breiðholtskirkju. Svo mikil var aðsóknin á bæði kvöldin, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, að námskeiðið var haldið í kirkjunni svo allir kæmust að. Með þessu tveggja kvölda námskeiði lauk fræðslukvöldum vetrarins þar sem fjallað hefur verið um trúarbrögð heimsins og leyndardóma fornaldarinnar. Fræðslukvöldin hafa verið haldin síðan í september. Umsjón með þeim hefur sr. Þórhallur Heimisson sem hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum um árabil. Nú verður gert hlé á námskeiðahaldi fram á næsta haust þegar vetrarstarfið hefst á ný.
↧
Mikil aðsókn á námskeið í Breiðholtskirkju
↧