Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Ritarar samkirkjumála funduðu á Íslandi

$
0
0

Myndin er tekin af þátttakendum í kjölfar bænastundar í Dómkirkjunni. Myndina tók Mikael StjernbergÁrlegur fundur ritara samkirkjumála frá Norðurlöndunum og löndum Eystrasaltsríkjanna fór fram á Íslandi dagana 14. – 16. mars sl. Fulltrúar frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð tóku þátt, en fundirnir eru haldnir til að miðla reynslu og sýn í hinu samkirkjulega starfi og eru þátttakendur starfsfólk á sviði samkirkjumála hver í sínu landi.

Hingað til hafa fundirnir verið nýttir til að ræða um hin ólíku viðfangsefni í samkirkjulega starfinu, en að þessu sinni var ákveðið að hafa eitt aðal viðfangsefni, umhverfismál. Þetta var gert til að komast enn meira á dýptina og setja skýrari fókus.

Þessir árlegu fundir eru haldnir á nýjum stað hvert ár og standa yfir í tvo til þrjá daga. Á þeim er bæði svigrúm til að ræða reynslu, guðfræði og það sem einkennir starfið á hverjum stað.

Skýrslum er skilað frá hverju landi um þau fjölmörgu verkefni sem kirkjurnar og söfnuðir þeirra eru að vinna að, og að þessu sinni fjölluðu þær að mestu um umhverfisvernd, grænar kirkjur og græna söfnuði, svo eitthvað sé nefnt. Skýrslurnar gefa góða yfirsýn yfir starfið sem unnið er í samstarfslöndunum.

Á fundinum að þessu sinni heimsótti hópurinn Hellisheiðarvirkjun og naut þar leiðsagnar og fræðslu. Þaðan var förinni heitið í Skálholt, þar sem haldnir voru þrír spennandi fyrirlestrar, en þeir voru eftirfarandi:

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir hélt fyrirlesturinn Ecomenical Theology : The green theologies of the oikos. 

Dr. Halldór Björnsson hélt fyrirlesturinn Climate Change: Facts, Fictions and the uncertain Future.

Dr. Hlynur Óskarsson hélt fyrirlesturinn The recapturin of the Wetlands : Project in Skálholt.

Hópurinn naut þess á ferð sinni frá Skálholti að sjá Gullfoss, Geysi og Þingvelli, en leiðsögumaður í ferðinni var séra Kristján Björnsson. Að ferðinni lokinni tók biskup Íslands á móti hópnum í biskupsgarði.

Á fundunum er tækifæri til að læra nokkuð um samkirkjulega starfið lokalt. Dr. María Ágústsdóttir formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi kynnti starf nefndarinnar, sögu og hlutverk. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir, formaður samkirkjunefndar, kynnti starf nefndarinnar.  

Á fundunum gefst einnig tækifæri til að ræða sameiginleg málefni er tengjast Kirknaráði Evrópu og Alkirkjuráðinu. Að lokum var staðan í hinum ýmsu verkefnum á sviði samkirkjumála rædd, svo sem um kirkjurétt, Faith and Order, þvertrúarlegar samræður, innflytjendamál o.s.frv.

Fundurinn fór að mestu fram í Dómkirkjunni þar sem dómkirkjuprestur séra Sveinn Valgeirsson varaformaður samkirkjunefndar leiddi morgun- og kvöldbænir við undirleik Kára Þormar dómorganista.

Myndin er tekin af þátttakendum í kjölfar bænastundar í Dómkirkjunni. Myndin er tekin af Mikael Stjernberg.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638