Quantcast
Channel: Þjóðkirkjan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 638

Straumhvörf í kirkjum Norðurlanda varðandi aðild, höfuðbiskupar funda

$
0
0

Norrænn höfuðbiskupafundur í Þrándheimi var haldinn í s.l. viku.  Margt er sameiginlegt með lúterskum kirkjum Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og svipuð viðfangsefni.  Fækkað hefur í kirkjunum. 

Í dönsku þjóðkirkjunni hefur skírnum fækkað.  Aðeins 61,6 % fæddra barna eru skírð.  25 þúsund manns yfirgáfu kirkjuna á s.l. ári.  Nú eru 79,5 % Dana í þjóðkirkjunni.  Hlutfallið er lægst í Kaupmannahöfn, 57%.  Pétur biskup sagði að það væri ekki bara neikvætt að fólk segði sig úr kirkjunni.  Það jákvæða er að þau sem eftir eru vilja vera í kirkjunni.

30 þúsund yfirgáfu norsku kirkjuna síðari helming síðast liðins árs.  Ungt fólk er þar í meirihluta.  Fólk fer ekki í aðrar kirkjudeildir.  Komið hefur í ljós að fólkið er ekki á móti kirkjunni en það hefur ekki áhuga á að tilheyra henni lengur.  Tæplega 73% norðmanna tilheyra norsku þjóðkirkjunni.

Milli 18 og 19 þúsund manns yfirgáfu sænsku kirkjuna á síðast liðnu ári.  Nú tilheyra kirkjunni milli 61 og 62 %.  Þau sem yfirgáfu kirkjuna eru annars vegar ungir karlmenn og hins vegar fólk á aldrinum 65-69 ára.  Áður sagði fólk sig úr kirkjunni til að spara, því allir verða að greiða sóknargjald sem tilheyra kirkjunni.  Nú segja flestir sig úr kirkjunni vegna gagnrýni á hana.

Finnski biskupinn sagði ekki frá úrsögnum úr sinni kirkju, enda eru önnur mál á dagskrá þar.  Umræðan í finnsku kirkjunni nú um stundir, hefur farið fram í hinum kirkjunum, en það er umræðan um hjónaband samkynhneigðra.  Nýlega samþykkti finnska þingið að fólk af sama kyni mætti ganga í hjónaband.  Kirkjan hefur ekki enn samþykkt hjónaband samkynhneigðra þó margir prestar samþykki það, m.a. Kari biskup.

Tölfræði íslensku þjóðkirkjunnar er ekki í nógu góðu lagi.  Við getum ekki lengur stólað á tölur frá Þjóðskrá en reglulega birtast tölur þaðan í fjölmiðlum.  Reyndar eru það oftast tölur um úrsagnir en ekki um inngöngu.  Auk þess er trúfélagsskráning ekki fullkomin.  Það er því verk að vinna í okkar íslensku þjóðkirkju.  Nú tilheyra þjóðkirkjunni rúmlega 70% þjóðarinnar. 

Myndin með fréttinni er tekin á höfuðbiskupafundi í Reykjavík sem fram fór 2015

Frá vinstri: Peter Skov-Jakobsen, Helga Haugland Byfuglien, Agnes M. Sigurðardóttir, Antje Jackelén og Kari Mäkinen


Viewing all articles
Browse latest Browse all 638