Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Dr. Grétar Halldór Gunnarsson í embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Frestur til að sækja um embættið rann út 8. ágúst sl. Kjörnefnd prestakallsins komst að þessari niðurstöðu en kosið var á milli fimm umsækjenda. Áður hafði matsnefnd metið þessa fimm umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Grétar Halldór verður vígður til Grafarvogsprestakalls á næstu vikum.
↧
Dr. Grétar Halldór Gunnarsson skipaður prestur í Grafarvogssöfnuði
↧